Stærðfræði

Í stærðfræði gerðum ég og Elín glogster plakat með alls konar myndritum. Við notuðum upplýsingar frá hagstofu.is og gerðum súlurit, skífurit og línurit út frá þeim upplýsingum. Við gerðum skífurit um hvað það voru margar konur á íslandi sem hétu Anna, María, Jóhanna, Karen, Jóna, Guðrún, Fanney, Hildur og Olga. Það voru færri Maríur, Jónur og Jóhönnur en við bjuggumst við. Súluritið sýnir hve margir íslendingar eiga afmæli 24.des 29.feb 17.jún 31.des og 1.jan. Það kom okkur á óvart hvað það áttu margir afmæli 24.des og 1.jan. Svo gerðum við línurit um lámarks og hámarks hitan á nokkrum stöðum íslandi árið 2009. Það kom okkur á óvart að lámarkshitinn á Akureyri var -14,2.Cool

klikkaðu HÉR til að sjá plakatið 


Skólaárið 2013-2014

Skólaárið 2013-2014

Um haustið 2013 byrjuðum við í 6.bekk. Hér eru hlutirnir sem ég gerði í 6.bekk. Gaman er að líta aftur og hugsa um liðna tíð.☺

Hvalir og Egla

Snemma á árinu byrjuðum við að læra um hvali. Við gerðum hefti um hvali með vennmynd í, krossgátu, hæku um hvali og svo upplýsingar um hvali. Það var mjög gaman.

Við lærðum líka um Egil Skallagrímsson. Við gerðum hefti með spurningum úr hverjum kafla sem við svöruðum og teiknuðum mynd við. Það var gaman. Ég lærði mjög mikið um Egil Skallagrímsson og ævi hans.

 

Enska

Við fórum í ensku og lærðum enska málfræði. Við vorum í aukabókum sem heita Hickory ,Dickory og Dock.  Við vorum líka í heftum sem tengdust halloween eða hrekkjavökunni. Við gerum einnig grasker sem við teiknuðum á blað, fremri og aftari hliðina og teiknuðum andlit á fremri hliðina. Klipptum graskerið svo út og opnuðum það og inn í skrifuðum við orð sem tengdust halloween. Eins og: witch(norn), ghost(draugur), spider(kónguló), og fleira. Við gerðum líka verkefni um my best friend og my favorite animal.

 

Íslenska

Í íslensku fórum við í ferilritun. Ég skrifaði eina bók með vinkonum mínum Elínu og Söndru sem heitir Hálsmenin sem er bók númer tvö í bókarflokki og við stefnum á að skrifa þrjár bækur í viðbót í sama flokki. Hálsmenin er um þrjár stelpur sem heita Sara, Eyja og Una. Þær eru upp í sveit hjá ömmu og afa Unu og Söru, þá fara skrýtnir hlutir að gerast og þær lenda í allskonar ævintýrum. Við fórum líka í Málrækt og Skræðu sem eru vinnubækur í íslensku.

 

 

Verk og list

 Í verk og list byrjaði minn hópur í smíði. Þar gerðum við hornhillu. Mín hornhilla var blá. Næst fórum við í saumar. Þar bjuggum við til kodda. Minn koddi var appelsínugulur og bleikur með bláu essi framan á með grænum bakgrunni og rauðu skrauti í kring. Eftir sauma fór ég í heimilisfræði eða matreiðslu. Þar elduðum við og bökuðum. Svo í seinasta tímanum buðum við foreldrum til okkar í smákökur og kakó. Svo fórum við í mótun þar gerðum við grímu sem við skreyttum svo með allskonar munstrum og skrauti. Svo seinast fór ég í myndmennt. Þar áttum við að teikna mynd af stelpu eða strák sem var að spila á hljóðfæri eða að syngja.

 

Íþróttir/sund/leikir/tónmennt

Ég byrjaði í sundi. Þar lærum við allskonar sundtök og syndum líka sundtök sem við kunnum. Næst fór ég í útileiki. Þar erum við að hlaupa fara í leiki og svoleiðis. Svo fór ég í tónmennt þar bjó ég til plakat um Ray Charles með vinkonu minni, Elínu. Svo seinast fór ég í íþróttir. Þar gerum við armbeygjur, förum í tarzanleik, píptest og fleira.

 

Benjanmín dúfa

Benjamín dúfa er íslenskuverkefni sem við gerðum. Við lásum bókina hægt og rólega saman og fórum svo yfir og kennarinn spurði spurningar út úr hverjum kafla til að æfa lesskilninginn. Í leiðinni vorum við líka í íslenskuhefti sem tengdist sögunni. Svo þegar við vorum búin með bókina þá horfðum við á myndina. Myndin var sorgleg og líka bókin. Það var gaman að læra um Benjamín dúfu, þó að ég hafði lesið bókina áður.

 

Stærðfræði

Í stærðfræði erum við í Stiku. Við tökum einn kafla fyrir sig og tökum svo próf úr honum. Svo í lok skólaársins tökum við lokapróf, sem er úr allri bókinni. í lokaprófinu var spurt um form, gráður, samlagningu, frádrátt, mælingar, margföldun, deilingu, almenn brot, tugabrot og fleira.

Vettvangsferðir

Í 6.bekk fórum við í nokkrar vettvangsferðir til dæmis fórum við í boot camp í Elliðaárdalnum fórum í leiki og gerðum nokkrar æfingar. Við fórum líka í Bíó paradís á mynd um ísbjörn og rostung og hvernig þeirra líf er. svo fórum við í vorferð. Við fórum til Borgarness og fórum á Landnámssetrið á safn um Egil Skallagrímsson. Við fórum líka í sundlaugina í Borgarnesi. Það var ótrúlega gaman. Í rútuferðinni heim voru flestir í stuði og sungu með lögum sem voru í gangi. Það var geggjað gaman.

 

 

Í skólanum

Í skólanum líður mér ótrúlega vel. Ég á marga góða vini og ég er aldrei ein í frímínútum og uppbroti. Í skólanum finnst mér skemmtilegast í íslensku mér finnst ég vera mjög góð í íslensku. Það sem mér finnst hafa staðið uppúr eftir veturinn er… Vorferðin !☺!

 

 


Hugmyndir að peningafjármögnun fyrir Reyki

segið mér hvað ykkur finnst um þetta og sendið mér. þið megið líka bæta við hugmyndum. ☺☻☺☻

My best friend

This is a project about my best friend. it was fun to write about her.

Sagan mín

Sagan mín heitir Hálsmenin. Hún er um 3 stelpur sem heita Sara,Eyja og Una. Þær eru uppí sveit og þar fara dularfullir hlutir að gerast. Afhverju er mynd af stelpunum saman upp í sveit ef Eyja hefur aldrei farið uppí sveit. Afhverju dreymir Unu og Söru sama drauminn og hvað leynist bakvið fossinn?. Þetta færðu að vita ef þú lest söguna.

My favorite

My favorite animal is cheetah. I like cheetahs because they run so fast. It was a little hard to write down all the information but I found them on the internet. It was easy to find the pictures,obviously.

 

 

 


Geitungar

Í haust hef ég verið að læra um geitunga. Við lærðum um  lífshætti geitunga,hvernig þeir byggja búin sín og margt fleira. Það var mjög gaman. Við gerðum geitunga bók með öllum þessum upplýsingum um geitunga. Bókin mín er mjög falleg finnst mér og ég er mjög ánægð með hana. Í byrjun nóvember gerðum ég og nokkra aðrar kynningu um geitunga og það gekk mjög vel.  Takk fyrir að lesa þetta.

Ljóð

Þetta ljóð er um hund bestu vinkonu minnar, Elínar. Við Elín sömdum það þegar við vorum úti að róla.

Hvalir

Ég er búin að vera að læra mikið um hvali í haust , við lærðum örugglega allt sem er hægt að vita um hvali við gerðum krossgátu, vennmynd og meira að segja hækur um hvali. Við lærðum líka að hvalirnir skiftast í tvo flokka skíðishvali og tannhvali. Háhyrningar geta orðið 5-10 metrar á lengd og að hnúfubakur er mesti söngvari allra hvala 

Mér fannst mjög gaman að læra um hvali og lærði ekkert smá mikið LoL

 


Um bloggið

Steinunn Leifsdóttir

Höfundur

Steinunn Leifsdóttir
Steinunn Leifsdóttir
Ég heiti Steinunn og er 12 ára og bý í Reykjavík, ég hef áhuga á fótbolta,leiklist og ég spila á gítar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband